Verkefni
Verkefni
Samstarf og nýsköpunarverkefni
Við hjá Orkey leggjum metnað í að þróa sjálfbærar lausnir í orkumálum og nýta þær í nánum tengslum við samfélagið.
Með stuðningi frá Orkusjóði, Uppbyggingarsjóð SSNE og nýsköpunarstyrkjum úr Lóu-verkefninu höfum við haldið áfram að þróa lausnir og vörur sem stuðla að hringrásarhagkerfi og orkusjálfbærni á landsbyggðinni.
Slík verkefni gera okkur kleift að prufukeyra nýja tækni, þróa innviði og vinna með öðrum aðilum að spennandi framtíðarsýn.
Ef þú ert með hugmynd sem fellur að okkar starfsemi – hvort sem það snýr að orku, umhverfislausnum eða nýtingu úrgangs – þá bjóðum við þér að hafa samband. Við erum opin fyrir samstarfi og sameiginlegum styrkumsóknum.