Fréttir

Fréttir

16. maí 2025

Orkey fyrst á Íslandi með sjálfbærnivottaða framleiðslu á lífeldsneyti Orkey fyrst á Íslandi með sjálfbærnivottaða framleiðslu á lífeldsneyti Orkey hefur nú fengið alþjóðlega kolefnis- og sjálfbærnivottun, ISCC EU, á lífdísilframleiðslu sína á Akureyri fyrst fyrirtækja sem framleiða lífeldsneyti hérlendis. ISCC EU vottunin er viðurkennd um allan heim og krefst þess að lífeldsneyti sé framleitt samkvæmt ströngum kröfum um umhverfisáhrif, uppruna hráefna og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Vottunin gerir kaupendum lífdísils frá Orkey kleift að nýta eldsneytið í losunarbókhald og uppfylla sjálfbærniviðmið sem eykur notagildi þess í grænum orkuskiptum í áttina að kolefnishlutlausri framtíð. „Þetta er stór áfangi fyrir okkur hjá Orkey og mikilvæg viðurkenning á þeirri vinnu sem lögð hefur verið í að gera lífdísilframleiðsluna okkar bæði umhverfisvæna og sjálfbæra,“ segir Ragnar Heiðar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Orkeyjar. „Við erum sérstaklega stolt af því að vera fyrst íslenskra framleiðanda á Íslandi með þessa vottun og að sýna að það er hægt að vinna verðmætt eldsneyti úr úrgangi á ábyrgan og sjálfbæran hátt og auka á orkuöryggi Íslands með innlendri framleiðslu.“ Orkey starfrækir á Akureyri framleiðslu á lífdísli úr notaðri steikingarolíu sem safnað er frá veitingastöðum og matvælaiðnaði á Akureyri og á Höfðuborgarsvæðinu. Með því að umbreyta úrgangi í hreint, fjölnota eldsneyti stuðlar fyrirtækið að hringrásarhagkerfi og dregur úr losun sem annars kæmi frá urðun eða útflutningi olíunnar.

orkey director
Á myndinni sem er meðfylgjandi eru (frá vinstri): Juan Lopez, úttektaraðili ASG-Cert frá Þýskalandi Ragna Björg Ársælsdóttir - Rekstrarstjóri Gefnar - móðufélags Orkeyjar Ragnar Heiðar Guðjónsson - Framkvæmdastjóri Orkeyjar

4. júlí 2023

Gefn kaupir Orkey, brautryðjanda í framleiðslu á lífdísli Þann 29. júní 2023 var undirritaður kaupsamningur á milli Norðurorku Norðurorka og Gefnar um kaup Gefnar á öllu hlutafé í Orkey á Akureyri. Orkey, sem er brautryðjandi í framleiðslu lífdísils hérlendis, var stofnuð árið 2007 og hefur síðastliðin ár verið að fullu í eigu Norðurorku. Félagið hefur framleitt lífdísil og íblöndunarefni úr úrgangi, einkum notaðri steikingarolíu, óslitið frá ársbyrjun 2011. Framleiðslan hefur verið nýtt sem m.a. eldsneyti á fiskiskip og sem eldsneyti og íblöndunarefni við framleiðslu og lagningu vegklæðninga. Í tilefni af kaupunum sagði Ásgeir Ívarsson framkvæmdastjóri Gefnar að „kaup Gefnar á Orkey rýma vel við þau markmið sem Gefn hefur sett sér í þróun tækni og viðskipta sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunar vegna efna- og eldsneytisnotkunar og úrgangs, samhliða því að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins“. Gefn hefur nú þegar tekið við rekstrinum og er Ásgeir Ívarsson nýr stjórnarformaður Orkeyjar og Ragnar H. Guðjónsson, stjórnarformaður Gefnar, nýr framkvæmdastjóri. Auk þeirra er Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar, í stjórn Orkeyjar. Orkey verður í fyrirsjáanlegri framtíð rekin með sama sniði og áður. Markmið Gefnar er að auka framleiðslu og skilvirkni verksmiðjunnar með nýtingu tækni og sérfræðiþekkingar Gefnar. Sjá einnig frétt á heimasíðu Norðurorku:

Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Gefnar og Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku.

5. nóvember 2009

Tilraunaverkefni Orkeyjar, Akureyrarbæjar og Mannvits um notkun lífdísils á SVA (strætó) á Akrueyri Frétt Vikudags 5.11.2009

Frétt af heimasíðu Akureyrarbæjar

Frétt Viðskiptablaðsins 6.12.2010

Nýsköpunarfyrirtækið Orkey á Akureyri opnaði formlega lífdísilverksmiðju sína að Njarðarnesi á Akureyri á dag en hún mun skapa 2-3 störf til að byrja með. Framleiðslan á vistvænu eldsneyti – lífdísil mun síðan hefjast af krafti í framhaldinu en verksmiðjan er hönnuð af Mannviti og að mestu smíðuð af heimamönnum.

Er þetta fyrsta alvöru lífdísilverksmiðjan sem gangsett er hérlendis en Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, telur vaxandi möguleika á slíkri framleiðslu í framtíðinni. Lífdísillinn sem Orkey framleiðir er að mestu unnið úr úrgangssteikingarolíu og dýrafitu, en einnig úr öðrum úrgangi.

Kristinn segir að stefnt sé að framleiðslu á 300 tonnum af lífdísil á fyrsta starfsárinu og er áætlað að fyrst um sinn muni starfsemi Orkeyjar skapa 2-3 ársverk auk nokkurra afleiddra starfa. Hann segir að framleiðsla verksmiðjunnar fari til íblöndunar í dísilolíu hjá N1.

Hjá Orkey breytum við úrgangi í orku

Fyrir frekari upplýsingar um vörur okkar

Scroll to Top