Framleiðslan
Framleiðslan
Framleiðslan
Verksmiðjan er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu.
Framleiðslan er einstök að því leyti að hún nýtir hreina íslenska orku til að breyta úrgangi í eldsneyti. Í ferlinu er úrgangurinn hvarfaður við metanól.

Hreinsunarfasi:
Við upphaf ferlisins er hráefnið hreinsað, bæði steikingarolíur og annarskonar fituefni Áður en dýrafitunni er blandað saman við steikingarolíuna er hún hökkuð og brædd. Þá er blöndunni dælt í forðageymi þar sem hún hitnar og blandast saman. Olíublandan fer svo í gegnum síur, þaðan í gegnum þurrkun sem fjarlægir vatn og svo er blöndunni dælt í annan forðageymi.
Estrun
Næsta þrep er sjálft efnahvarfið sem gerist í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu fer fram estrun frírra fitusýra. Olíur og fitur geta innihaldið svokallaðar fríar fitusýrur sem geta tært málma í vélum og eru því óæskilegar í lífdíselolíunni. Seinna hvarfskrefið er svokölluð umestrun fitusýruglýseríða. Að umestrun lokinni er blöndunni dælt í forðageymi fyrir flasseimingu. Það sem gerir ferli Orkeyjar einstakt er endurnýting á metanóli í framleiðsluferlinu
Þurrkun
Báðir fasarnir innihalda ýmis óhreinindi og leifar efnahvata eftir estrun og umestrun. Til að losna við það er lögurinn þveginn með vatni í þvottatönkum. Þvotturinn felur einnig í sér hlutleysingu og eru fríar fitursýrur, glýseról, metanól og ýmis sölt fjarlægð í þvottakerfinu.
Að lokum er lífdísillinn þurrkaður, vatn fjarlægt. Síðan er tilbúnum lífdíslinum dælt aftur á 1000 lítra tanka.