Framleiðslan

20240222_210450

Lífdísill úr úrgangi – raunhæf, hagkvæm og áhrifarík orkulausn

Lífdísill er eitt aðgengilegasta endurnýjanlega eldsneytið í boði í dag. Ólíkt mörgum öðrum grænum orkukostum, eins og vetni eða rafeldsneyti, krefst lífdísill lítilla sem engra breytinga á tækjabúnaði eða innviðum. Það gerir orkuskipti bæði hagkvæm og fljótvirk.

Framleiðsla lífdísils úr úrgangi er jafnframt mjög orkusparandi í samanburði við framleiðslu vetnis, metanóls eða ammóníaks. Þetta þýðir að hægt er að skipta hratt og hagkvæmt úr jarðefnaeldsneyti yfir í lífdísil – með minni losun gróðurhúsalofttegunda og betri nýtingu hráefna.

Úrgangur verður verðmæti

Í dag fer stór hluti fituríks úrgangs til urðunar eða útflutnings. Orkey hyggst nýta þessa auðlind til fulls. Talið er að á Íslandi falli til yfir 10.000 tonn af fitu árlega, sem annars fer til spillis. Með auknu landeldi gæti það magn farið yfir 20.000 tonn á ári – sem dugar til að framleiða allt að 20.000 tonn af lífdísli.

Það samsvarar allt að 12% af núverandi olíuþörf fiskiskipaflotans.

Orkey á einnig í nánum samskiptum við útgerðir fiskiskipa og fraktskipa, sem sýna aukinn áhuga á vistvænu eldsneyti. Prófanir á lífdísil Orkeyjar eru þegar hafnar um borð í völdum skipum og má geta fiskiskip Samherja notaði lífdísil frá Orkey í um áratug.

Samkvæmt lögum munu skipaflotar þurfa að nota sífellt meira hlutfall af endurnýjanlegu eldsneyti á næstu árum, og hefur það kallað á aukið samtal við Orkey um afhendingu og lausnir.

Heildaráhrif og verðmæti kolefniseininga

Ávinningurinn af minni notkun jarðefnaeldsneytis og bættri meðhöndlun úrgangs mun endurspeglast í verulegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda – bæði innanlands og á heimsvísu. Framleiðsla og urðun fituríks úrgangs veldur í dag gríðarlegri losun; hvert tonn af slíku efni sem urðað er losar að lágmarki 28 tonn af CO₂-ígildum.

Þar að auki felur þessi starfsemi í sér möguleika á miklum verðmætum í formi kolefniseininga, sem munu aukast enn frekar með hækkandi verði losunarheimilda í framtíðinni.

Framleiðslan

Verksmiðjan er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu.

Framleiðslan er einstök að því leyti að hún nýtir hreina íslenska orku til að breyta úrgangi í eldsneyti. Í ferlinu er úrgangurinn hvarfaður við metanól.  

Hreinsunarfasi:

Við upphaf ferlisins er hráefnið hreinsað, bæði steikingarolíur og annarskonar fituefni  Áður en dýrafitunni er blandað saman við steikingarolíuna er hún hökkuð og brædd. Þá er blöndunni dælt í forðageymi þar sem hún hitnar og blandast saman. Olíublandan fer svo í gegnum síur, þaðan í gegnum þurrkun sem fjarlægir vatn og svo er blöndunni dælt í annan forðageymi.

Estrun

Næsta þrep er sjálft efnahvarfið sem gerist í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu fer fram estrun frírra fitusýra. Olíur og fitur geta innihaldið svokallaðar fríar fitusýrur sem geta tært málma í vélum og eru því óæskilegar í lífdíselolíunni. Seinna hvarfskrefið er svokölluð umestrun fitusýruglýseríða. Að umestrun lokinni er blöndunni dælt í forðageymi fyrir flasseimingu. Það sem gerir ferli Orkeyjar einstakt er endurnýting á metanóli í framleiðsluferlinu

Þurrkun

Báðir fasarnir innihalda ýmis óhreinindi og leifar efnahvata eftir estrun og umestrun. Til að losna við það er lögurinn þveginn með vatni í þvottatönkum. Þvotturinn felur einnig í sér hlutleysingu og eru fríar fitursýrur, glýseról, metanól og ýmis sölt fjarlægð í þvottakerfinu.

Að lokum er lífdísillinn þurrkaður, vatn fjarlægt. Síðan er tilbúnum lífdíslinum dælt aftur á 1000 lítra tanka.

Hjá Orkey breytum við úrgangi í orku

Fyrir frekari upplýsingar um vörur okkar

Scroll to Top