Að umbreyta úrgangi í orku

Orkey - íslensk lífdísílframleiðsla

um okkur

Orkey er íslensk lífdísilframleiðsla staðsett á Akureyri sem sérhæfir sig í framleiðslu á lífdísil úr notaðri matarolíu. Með nýstárlegum lausnum vinnum við að því að styðja við hringrásarhagkerfið og draga úr kolefnisfótspori samfélagsins.

Þjónusta

Orkey veitir fjölbreytta þjónustu sem styður við markmið fyrirtækja og stofnana um sjálfbærni, kolefnisjöfnun og hringrásarhagkerfi. 

Söfnun og móttaka á notaðri olíu

Orkey tekur á móti notaðri matarolíu og fitu frá veitingastöðum, matvælaframleiðendum og annarri atvinnustarfsemi, í gegnum söfnunarkerfi sitt.  Ekki er tekið á móti olíu við framleiðslueiningu Orkeyjar.  Olían er nýtt sem hráefni í sjálfbærnivottaða lífdísilframleiðslu og ferli með fulla rekjanleika.

Úrvinnsla og nýting úrgangs

Við umbreytum úrgangi sem annars færi í urðun eða útflutning í verðmæta afurð sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og eykur orkusjálfbærni innanlands.

Tækniráðgjöf og samstarf

Við veitum ráðgjöf um innleiðingu vistvænna orkulausna, nýtingu fituríkra hliðarstrauma og uppsetningu á innviðum til söfnunar og flokkunar fituúrgangs.

Hjá Orkey breytum við úrgangi í orku

Fyrir frekari upplýsingar um vörur og þjónustu okkar

Scroll to Top