Vörurnar
Framleiðslan
Hafa samband
Um Orkey
VIÐ SÖFNUM ÚRGANGI
Notaðari steikingarolíu og dýrafitu og framleiðum lífdísil
Við komum til þín
Við sækjum steikingarolíuna og dýrafituna til þín þér að kostnaðarlausu
Ávinningurinn er okkar allra
Orkey tekur á móti notaðri steikingarolíu og dýrafitu án nokkurs kostnaðar. Við það sparast urðunargjald á tugum tonna af úrgangi á ári sem annars fellur á veitingarhús og mötuneyti. Úr verður vermæt vara með mikinn virðisauka því einnig sparast innflutningur á eldsneyti.
Söfnunin
Gámaþjónustan og Efnamóttakan fyrir hönd Orkeyjar safnar notaðri steikningarolíu frá veitingastöðum og mötuneytum stórum sem smáum um land allt. Viðskiptavinum er skaffað geymslu ílát þar sem úrgangurinn er geymdur. Ílátin eru síðan tæmd reglulega eftir óskum hvers og eins.
Vörurnar
Lífdísill Orkeyjar uppfylla
staðalinn EN 14214
Brennsluhvati
LD-30F virkar vel til að koma í veg fyrir uppsöfnun óhreininda og til að leysa upp óhreinindi sem safnast hafa innan í eldsneytiskerfi.
Íblöndunarefni
Afurðin er ætluð sem umhverfis- og heilsuvænt íblöndunarefni í bik við lagningu vegklæðinga og getur komið í stað þeirra lífrænu leysiefna.
Lífdísill
Afurðin er lífdísill sem ætlaður er til nota á stærri dísilknúin ökutæki, s.s. strætisvagna, sorpbíla, hópferðabíla og flutningabíla.
Framleiðslan
Verksmiðjan er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu.
Framleiðslan er einstök að því leyti að hún nýtir hreina íslenska orku til að breyta úrgangi í eldsneyti. Í ferlinu er úrgangurinn hvarfaður við metanól. Metanólið sem Orkey notar er endurnýjanlegt og er framleitt af Carbon Recycling International.
Myndband
um starfsemi
Orkeyjar
Við upphaf ferlisins er hráefnið hreinsað, bæði steikingarolían og dýrafitan. Áður en dýrafitunni er blandað saman við steikingarolíuna er hún hökkuð og brædd. Þá er blöndunni dælt í forðageymi þar sem hún hitnar og blandast saman. Olíublandan fer svo í gegnum síur, þaðan í gegnum þurrkun sem fjarlægir vatn og svo er blöndunni dælt í annan forðageymi.
Næsta þrep er sjálft efnahvarfið sem gerist í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu fer fram estrun frírra fitusýra. Olíur og fitur geta innihaldið svokallaðar fríar fitusýrur sem geta tært málma í vélum og eru því óæskilegar í lífdíselolíunni. Seinna hvarfskrefið er svokölluð umestrun fitusýruglýseríða. Að umestrun lokinni er blöndunni dælt í forðageymi fyrir flasseimingu. Það sem gerir ferli Orkeyjar einstakt er endurnýting á metanóli í framleiðsluferlinu.
Báðir fasarnir innihalda ýmis óhreinindi og leifar efnahvata eftir estrun og umestrun. Til að losna við það er lögurinn þveginn með vatni í þvottatönkum. Þvotturinn felur einnig í sér hlutleysingu og eru fríar fitursýrur, glýseról, metanól og ýmis sölt fjarlægð í þvottakerfinu.
Að lokum er lífdísillinn þurrkaður, vatn fjarlægt. Síðan er tilbúnum lífdíslinum dælt aftur á 1000 lítra tanka.
Hreinsunarfasi
Estrun
Þurrkun