Að umbreyta úrgangi í orku

Að draga úr kolefnisspori heimsins með sjálfbærum auðlindum

um okkur

Orkey er íslensk lífdísilframleiðsla staðsett á Akureyri sem sérhæfir sig í framleiðslu á lífdísil úr notaðri matarolíu. Með nýstárlegum lausnum vinnum við að því að styðja við hringrásarhagkerfið og draga úr kolefnisfótspori samfélagsins.

Þjónusta

Orkey veitir fjölbreytta þjónustu sem styður við markmið fyrirtækja og stofnana um sjálfbærni, kolefnisjöfnun og hringrásarhagkerfi. 

Söfnun og móttaka á notaðri olíu

Orkey tekur á móti notaðri matarolíu og fitu frá veitingastöðum, matvælaframleiðendum og annarri atvinnustarfsemi, í gegnum söfnunarkerfi sitt.  Ekki er tekið á móti olíu við framleiðslueiningu Orkeyjar.  Olían er nýtt sem hráefni í sjálfbærnivottaða lífdísilframleiðslu og ferli með fulla rekjanleika.

Úrvinnsla og nýting úrgangs

Við umbreytum úrgangi sem annars færi í urðun eða útflutning í verðmæta afurð sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og eykur orkusjálfbærni innanlands.

Tækniráðgjöf og samstarf

Við veitum ráðgjöf um innleiðingu vistvænna orkulausna, nýtingu fituríkra hliðarstrauma og uppsetningu á .

Kolefnisreiknivél Orkeyjar

Við bjóðum samstarfsaðilum upp á að reikna út sparnað í losun gróðurhúsalofttegunda með því að skila notaðri matarolíu og nota lífdísil í stað jarðefnaeldsneytis.  

Hér fyrir neðan er dæmi sem sýnir hver gróðurhúsaloftsparnaðurinn er þegar notuð innlend steikingarolía sem er svo r nýtt til framleiðslu á lífdísli með ferlum Orkeyjar, sem síðan notuð til að keyra dísilvélar.

Lægri kolefnisspor vegna minni urðunar. útflutnings, innflutnings og eldsneytisnotkunar
Verðmætasköpun úr úrgangi með endurnýtingu úrgangs sem annars væri flutt úr landi
Stuðning við lögbundin loftslagsmarkmið með lækkun kolefnislosunar véla vegna dísilbruna

Dæmi um sparnað:

Lífdísill frá Orkey, einungis framleiddur úr notaðri matarolíu, hefur aðeins 14,9 gCO₂ á hvern megajoule (MJ), á meðan hefðbundin dísilolía losar 94,1 gCO₂/MJ.

Það þýðir minna en 1/6 af losuninni – eða rúmlega 84% minni losun!

Dæmi: vél sem brennir 100 lítrum af eldsneyti á dag

  • Með hefðbundinni dísilolíu: ≈ 266 kg CO₂ losun daglega
  • Með lífdísli frá Orkey: ≈ 42 kg CO₂ losun daglega
    Sparnaður: 224 kg CO₂ á dag
carbon calculator

Hjá Orkey breytum við úrgangi í orku

Fyrir frekari upplýsingar um vörur okkar

Scroll to Top